Helite Loftpúðaöryggisbúnaður

Helite Loftpúðaöryggisbúnaður

Helite loftpúðaöryggisbúnaður (vesti og jakkar), verndar öll eftirfarandi svæði þegar það er notað með mótorhjólahjálm: höfuð, háls, viðbein, brjósthol, rifbein, lungu, líffæri, mjaðmagrind, hrygg og rófubein. Um það bil 40% dauðsfalla af völdum mótorhjólaslysa í Frakklandi árið 2016 voru vegna meiðsla á brjósti, sem sýnir að jafn mikilvægt er að vernda framhluta líkamans og að vernda bakið!

Vestin og jakkarnir eru framleiddir í Frakklandi. Þau njóta mikilla vinsælda meðal bifhjólamanna í Evrópu og Bandaríkjunum og hafa hvarvetna hlotið lof. Þau uppfylla ströngustu öryggiskröfur, eru vottuð af Evrópusambandinu (CE-vottun) og eru notuð m.a. af lögreglunni víðsvegar í Evrópu.

 

HVERNIG VIRKAR BÚNAÐURINN?

Í vestinu er taumur sem festist við grind mótorhjólsins. Ef ökumaður fjarlægist snögglega frá hjólinu kippist í tauminn, sem verður til þess að innbyggt þrýstihylki, í vestinu opnast og vestið blæs út á innan við einum tíunda úr sekúndu (0,1 sek) og aftengist hjólinu um leið (30 kg tog, eða meira, þarf til að virkja vestið).

Loftpúðinn sem myndast og umvefur efri búk og háls ökumanns, minnkar hugsanlegt högg og ver háls, hryggjaliði, mænu, rifbein, mjaðmagrind og rófubein.

Eftir tvær mínútur lekur loftið sjálfkrafa úr vestinu. Svo lengi sem loftpúðinn er í góðu ástandi (engin göt, rif), er hægt að endurnýta hann eftir slys. Þú getur endurstillt kerfið sjálfur á nokkrum mínútum (leiðbeiningar fylgja). Einfaldlega fjarlægðu notaða þrýstihylkið (fáanlegt hjá öllum söluaðilum Helite) og skiptu því út fyrir nýtt og vestið veitir síðan sama öryggi og áður. Ef sér á vestinu er rétt að leita til næsta umboðsaðila Helite og láta yfirfara vestið.

 

Frekari upplýsingar í síma 8647195 og Helite.is

 

Back to blog